Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að skilmálar aðildar - 89 svör fundust
Niðurstöður

Verða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um væntanlegan aðildarsamning Íslands að ESB ekki örugglega bindandi?

Lagalega bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi krefjast breytinga á stjórnarskránni, sem heimilar löggjafanum ekki að fela öðrum að taka ákvarðanir sem eru á hans valdsviði. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis, frá árinu 2009, segir að kjósa skuli um samninginn í þj...

Gæti samninganefnd Íslands samið um að hingað yrði ekki flutt inn lambakjöt frá Evrópu gengi Ísland í Evrópusambandið?

Ólíklegt er að Ísland gæti samið um varanlega undanþágu frá því að heimila innflutning á lambakjöti þar sem það er andstætt meginreglu Evrópuréttar um frjálsa vöruflutninga. – Í nýlegum bráðabirgðaniðurstöðum Eftirlitsstofnunar EFTA kemur fram að núgildandi bann Íslands við innflutningi á hráu kjöti frá aðildarrík...

Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?

Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Erfitt er að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja; það veltur aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslending...

Hefur ESB krafið Ísland um aðlögun að regluverki sambandsins á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar?

ESB hefur sett fram kröfur um að íslensk stjórnvöld leggi fram áætlun um innleiðingu á lögum og reglum ESB á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar. Deilt er um hvort þessar kröfur feli í raun í sér kröfur um aukna aðlögun að regluverki ESB, áður en aðild hefur verið samþykkt. Sambandið gerði kröfur sínar kunnar í...

Eru refa- og minkaveiðar ólöglegar samkvæmt reglum ESB?

Heimskautarefir (Vulpes lagopus, áður Alopex lagopus) eru friðaðir samkvæmt reglum Evrópusambandsins en í löndum sambandsins þar sem refir lifa, Svíþjóð og Finnlandi, eru þeir í útrýmingarhættu. Staða refsins í íslenskri náttúru er allt önnur því að ref hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi. Hvergi er hins ve...

Mun áfengisverð lækka ef við göngum í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess. Núgildandi íslenskar reglur um álögur á áfengi eru í samræmi við reglur Evrópusambandsins og mundi áfengisverð því ekki lækka af þeim sökum. Þá eru allar líkur taldar á því að Ísland gæti samið um að viðhalda ríkiseinkasölu á áfengi, á grundvelli fordæma sem gefin voru í aðildarvið...

Mun Ísland þurfa að borga til baka IPA-styrkina eftir að hafa gert hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst hafa umsóknarríki aldrei þurft að endurgreiða svonefnda IPA-styrki og hið sama gildir um kostnað Evrópusambandsins af aðildarviðræðunum sjálfum. Nú þegar íslensk stjórnvöld hafa formlega gert hlé á aðildarviðræðum landsins við Evrópusambandið ríkir óvissa um stöðu áætlaðra v...

Hversu langt á Tyrkland í land með að uppfylla inngönguskilyrði ESB?

Tyrkland á töluvert langt í land með að uppfylla þau skilyrði sem Evrópusambandið setur fyrir inngöngu. Það er í höndum tyrkneskra yfirvalda hvenær þeim umbótum lýkur sem nauðsynlegar eru. Stefna ríkisins frá árinu 2007 hefur verið að Tyrkland muni uppfylla kröfur sambandsins varðandi lagalega innviði, reglur, lög...

Hverjir eru möguleikar Íslands á að tengja gengi krónunnar við evru?

Gengistenging felst í því að gengi innlends gjaldmiðils er tengt öðrum gjaldmiðli eða körfu gjaldmiðla. Hægt væri að tengja gengi krónunnar við evru án þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Ef Ísland mundi tengja gengi krónunnar við evru yrði ákveðið verð krónu skilgreint gagnvart evru sem Seðlabanki Íslands mun...

Hvað eru IPA-styrkir og hverjir geta sótt um þá?

Evrópusambandið veitir ríkjum sem hafa sótt um aðild að sambandinu stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (e. Instrument for Pre-accession Assistance eða fjármögnunarleið við foraðildarstuðning). IPA-áætluninni var komið á fót til að styðja við umsóknarríki bæði í formi fjárhagsstuðnings og í gegnum tvíhliða sam...

Fengu Norðmenn fullan aðildarsamning í bæði skiptin sem þeir sóttu um og höfnuðu aðild að ESB?

Í stuttu máli er svarið já. Í tvö þeirra fjögurra skipta sem Noregur hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu var aðildarviðræðum lokið með undirritun aðildarsamnings. Fullmótaður aðildarsamningur var lagður í þjóðaratkvæði árin 1972 og 1994 og í báðum tilvikum var honum hafnað. Úrslit kosninganna hafa einkum ver...

Yrði ódýrara að fljúga til útlanda ef Ísland gengi í ESB?

Nei, samkvæmt því sem Evrópuvefurinn kemst næst þá mundi aðild Íslands að Evrópusambandinu væntanlega hafa lítil sem engin áhrif á verðlag flugfargjalda til útlanda. Helstu breytingar sem fylgt gætu aðild yrðu á sviði loftferðasamninga en Ísland fengi sjálfkrafa aðild að þeim samningum sem framkvæmdastjórn ESB hef...

Hvaða áhrif gæti það haft á Ísland ef Tyrkland gengi í ESB?

Ef Tyrkland yrði aðili að ESB á næstunni en Ísland stæði utan við yrðu áhrifin af aðild Tyrkja einkum tengd innri markaðnum. Tyrkland er stórt og fjölmennt ríki og og ESB-aðild þess mundi fela í sér aukin viðskiptatækifæri fyrir Íslendinga. Breytingin yrði mest á sviði landbúnaðar þar sem fríverslunarsamningur um ...

Hver er stefna ESB þegar kemur að viðskipta- og fríverslunarsamningum?

Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) komu sér upp sameiginlegum tollum um leið og tollar voru felldir niður þeirra á milli með tollabandalagi árið 1968. Litið er svo á innan sambandsins að fríverslun aðildarríkjanna sín á milli hafi verið ein af undirstöðum velsældar í álfunni undanfarin 50 ár. Þegar vara er flutt ...

Myndi ESB veita styrki til jarðganga eða brúarsmíði hér ef til aðildar kæmi?

Tæpum þriðjungi af uppbyggingarsjóðum Evrópusambandsins er varið til að bæta samgöngur í aðildarríkjunum á tímabilinu 2007-2013. Ef Ísland gerðist aðili að sambandinu má gera ráð fyrir að stuðningur til slíkra verkefna fengist einnig hér á landi. Ákvörðun um hvaða verkefni hlytu stuðning, jarðgöng, brúarsmíði, alm...

Leita aftur: